Alþjóðabankinn varar við hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða Heimsljós kynnir 21. ágúst 2019 14:45 Mengað vatn ógnar velferð manna og umhverfis. gunnisal Heimurinn stendur frammi fyrir hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða víða um heim. Mengað vatn ógnar velferð manna og umhverfis og skerðir efnahagslega möguleika þessara svæða. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um vatnsgæði í heiminum. Á sumum svæðum eru ár og vötn svo menguð að það bókstaflega kviknar í þeim. Dæmi um slíkt er Bellandur-vatnið á Indlandi, sem hefur ítrekað verið þakið eldi og reyk undanfarin ár. Mörg önnur vatnssvæði eru svo menguð af bakteríum, skólpi, úrgangsefnum og plasti, að allt súrefni er horfið úr vatninu sem gerir það eitrað. Skýrsluhöfundar fullyrða að án brýnna aðgerða muni vatnsgæði halda áfram að versna í heiminum sem muni hafa umtalsverð áhrif á heilsu manna, draga stórlega úr matvælaframleiðslu og, þar af leiðandi, hægja á efnahagslegum framförum víða um heim.Notkun köfnunarefnis í áburð í landbúnaði er einkum vandmeðfarin þegar kemur að því að viðhalda vatnsgæðum. Köfnunarefni umbreytist í nítrat þegar það berst í ár og vötn, en nítratmengað vatn er óhæft til neyslu. Efnið er einkum skaðlegt ungum börnum og hefur áhrif á vöxt þeirra og þroska. Þá hefur aukin selta í vatni, ein afleiðing aukinna þurrka, mikil áhrif á landbúnað. Áætlað er að á hverju ári tapist matur sem myndi nægja til að fæða um 170 milljónir manna, sem jafngildir íbúum Bangladess, vegna aukinnar seltu vatns. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að aðgerðum sem ríki geta gripið til í þeim tilgangi að bæta vatnsgæði, svo sem að taka upp betri umhverfisstefnur og staðla, efla eftirlit með mengandi starfsemi og bæta upplýsingagjöf.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent
Heimurinn stendur frammi fyrir hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða víða um heim. Mengað vatn ógnar velferð manna og umhverfis og skerðir efnahagslega möguleika þessara svæða. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um vatnsgæði í heiminum. Á sumum svæðum eru ár og vötn svo menguð að það bókstaflega kviknar í þeim. Dæmi um slíkt er Bellandur-vatnið á Indlandi, sem hefur ítrekað verið þakið eldi og reyk undanfarin ár. Mörg önnur vatnssvæði eru svo menguð af bakteríum, skólpi, úrgangsefnum og plasti, að allt súrefni er horfið úr vatninu sem gerir það eitrað. Skýrsluhöfundar fullyrða að án brýnna aðgerða muni vatnsgæði halda áfram að versna í heiminum sem muni hafa umtalsverð áhrif á heilsu manna, draga stórlega úr matvælaframleiðslu og, þar af leiðandi, hægja á efnahagslegum framförum víða um heim.Notkun köfnunarefnis í áburð í landbúnaði er einkum vandmeðfarin þegar kemur að því að viðhalda vatnsgæðum. Köfnunarefni umbreytist í nítrat þegar það berst í ár og vötn, en nítratmengað vatn er óhæft til neyslu. Efnið er einkum skaðlegt ungum börnum og hefur áhrif á vöxt þeirra og þroska. Þá hefur aukin selta í vatni, ein afleiðing aukinna þurrka, mikil áhrif á landbúnað. Áætlað er að á hverju ári tapist matur sem myndi nægja til að fæða um 170 milljónir manna, sem jafngildir íbúum Bangladess, vegna aukinnar seltu vatns. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að aðgerðum sem ríki geta gripið til í þeim tilgangi að bæta vatnsgæði, svo sem að taka upp betri umhverfisstefnur og staðla, efla eftirlit með mengandi starfsemi og bæta upplýsingagjöf.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent