Fleinn í holdi Ólafur Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2019 10:30 Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar