Baron með yfir tveggja milljarða hlut í Marel Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 07:15 Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað af milljarðamæringnum Ron Baron, keypti um hálfs prósents eignarhlut í Marel í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr nýju árshlutauppgjöri bandaríska félagsins en í lok júní átti sjóðurinn Baron Growth Fund, sem er stýrt af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón hluta í Marel og er markaðsvirði þess eignahlutar í dag um 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron Capital er sérstaklega vikið að fjárfestingu sjóðsins í Marel og þeim tækifærum sem sjóðsstjórar telja að Marel standi frammi fyrir. Þannig búast þeir við því að EBIT-framlegð fyrirtækisins muni halda áfram að aukast samhliða sterkum tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall EBIT-framlegðar af sölu á búnaði sem er notaður til vinnslu á kjúklingi sé nú um tuttugu prósent á meðan hlutfallið sé um tíu prósent í öðru kjöti og fiski. Vænta þeir þess að framlegðin í kjúklingi muni batna enn frekar og að afkoman í kjöti verði að lokum sambærileg og í kjúklingi. Baron Capital er með eignir í stýringu að jafnvirði um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, sem var efnt til samhliða skráningu félagsins í kauphöllina í Amsterdam í júní, voru 100 milljónir nýrra hluta seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um 51 milljarðs króna á núverandi gengi. Frá skráningu á markað í Hollandi hefur hlutabréfaverð Marels hækkað um liðlega fjórtán prósent og er markaðsvirði félagsins í dag um 443 milljarðar króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta í hluthafahópi Marels hefur margfaldast frá því í ársbyrjun 2018. Samanlagður eignarhlutur þeirra í félaginu hefur þannig aukist á tímabilinu úr þremur prósentum í um þrjátíu prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað af milljarðamæringnum Ron Baron, keypti um hálfs prósents eignarhlut í Marel í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr nýju árshlutauppgjöri bandaríska félagsins en í lok júní átti sjóðurinn Baron Growth Fund, sem er stýrt af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón hluta í Marel og er markaðsvirði þess eignahlutar í dag um 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron Capital er sérstaklega vikið að fjárfestingu sjóðsins í Marel og þeim tækifærum sem sjóðsstjórar telja að Marel standi frammi fyrir. Þannig búast þeir við því að EBIT-framlegð fyrirtækisins muni halda áfram að aukast samhliða sterkum tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall EBIT-framlegðar af sölu á búnaði sem er notaður til vinnslu á kjúklingi sé nú um tuttugu prósent á meðan hlutfallið sé um tíu prósent í öðru kjöti og fiski. Vænta þeir þess að framlegðin í kjúklingi muni batna enn frekar og að afkoman í kjöti verði að lokum sambærileg og í kjúklingi. Baron Capital er með eignir í stýringu að jafnvirði um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, sem var efnt til samhliða skráningu félagsins í kauphöllina í Amsterdam í júní, voru 100 milljónir nýrra hluta seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um 51 milljarðs króna á núverandi gengi. Frá skráningu á markað í Hollandi hefur hlutabréfaverð Marels hækkað um liðlega fjórtán prósent og er markaðsvirði félagsins í dag um 443 milljarðar króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta í hluthafahópi Marels hefur margfaldast frá því í ársbyrjun 2018. Samanlagður eignarhlutur þeirra í félaginu hefur þannig aukist á tímabilinu úr þremur prósentum í um þrjátíu prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira