Baron með yfir tveggja milljarða hlut í Marel Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 07:15 Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað af milljarðamæringnum Ron Baron, keypti um hálfs prósents eignarhlut í Marel í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr nýju árshlutauppgjöri bandaríska félagsins en í lok júní átti sjóðurinn Baron Growth Fund, sem er stýrt af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón hluta í Marel og er markaðsvirði þess eignahlutar í dag um 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron Capital er sérstaklega vikið að fjárfestingu sjóðsins í Marel og þeim tækifærum sem sjóðsstjórar telja að Marel standi frammi fyrir. Þannig búast þeir við því að EBIT-framlegð fyrirtækisins muni halda áfram að aukast samhliða sterkum tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall EBIT-framlegðar af sölu á búnaði sem er notaður til vinnslu á kjúklingi sé nú um tuttugu prósent á meðan hlutfallið sé um tíu prósent í öðru kjöti og fiski. Vænta þeir þess að framlegðin í kjúklingi muni batna enn frekar og að afkoman í kjöti verði að lokum sambærileg og í kjúklingi. Baron Capital er með eignir í stýringu að jafnvirði um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, sem var efnt til samhliða skráningu félagsins í kauphöllina í Amsterdam í júní, voru 100 milljónir nýrra hluta seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um 51 milljarðs króna á núverandi gengi. Frá skráningu á markað í Hollandi hefur hlutabréfaverð Marels hækkað um liðlega fjórtán prósent og er markaðsvirði félagsins í dag um 443 milljarðar króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta í hluthafahópi Marels hefur margfaldast frá því í ársbyrjun 2018. Samanlagður eignarhlutur þeirra í félaginu hefur þannig aukist á tímabilinu úr þremur prósentum í um þrjátíu prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað af milljarðamæringnum Ron Baron, keypti um hálfs prósents eignarhlut í Marel í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr nýju árshlutauppgjöri bandaríska félagsins en í lok júní átti sjóðurinn Baron Growth Fund, sem er stýrt af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón hluta í Marel og er markaðsvirði þess eignahlutar í dag um 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron Capital er sérstaklega vikið að fjárfestingu sjóðsins í Marel og þeim tækifærum sem sjóðsstjórar telja að Marel standi frammi fyrir. Þannig búast þeir við því að EBIT-framlegð fyrirtækisins muni halda áfram að aukast samhliða sterkum tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall EBIT-framlegðar af sölu á búnaði sem er notaður til vinnslu á kjúklingi sé nú um tuttugu prósent á meðan hlutfallið sé um tíu prósent í öðru kjöti og fiski. Vænta þeir þess að framlegðin í kjúklingi muni batna enn frekar og að afkoman í kjöti verði að lokum sambærileg og í kjúklingi. Baron Capital er með eignir í stýringu að jafnvirði um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, sem var efnt til samhliða skráningu félagsins í kauphöllina í Amsterdam í júní, voru 100 milljónir nýrra hluta seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um 51 milljarðs króna á núverandi gengi. Frá skráningu á markað í Hollandi hefur hlutabréfaverð Marels hækkað um liðlega fjórtán prósent og er markaðsvirði félagsins í dag um 443 milljarðar króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta í hluthafahópi Marels hefur margfaldast frá því í ársbyrjun 2018. Samanlagður eignarhlutur þeirra í félaginu hefur þannig aukist á tímabilinu úr þremur prósentum í um þrjátíu prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent