Open Arms skipið fær að fara í land eftir þriggja vikna kyrrsetu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 20:43 Flóttafólk um borð í Open Arms skipinu fagna ákvörðun Patronaggio um að sigla skipinu í land. ap/Francisco Gentico Ítalskur saksóknari hefur gefið fyrirskipun um að Open Arms björgunarskipinu verði siglt í land og fólkið þar um borð fái að ganga á land á eyjunni Lampedusa. Frá þessu er greint á ítölskum fréttamiðlum Talið er að meira en 100 flóttamenn hafi verið um borð í spænska skipinu í morgun en ítölsk yfirvöld hafa neitað að hleypa fólkinu í land í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að næstum þrjátíu börn og þeir sem voru orðnir veikir höfðu verið fluttir í landi.Sjá einnig: 27 unglingar á flótta fengu að fara í land á ÍtalíuAðstæðurnar um borð í skipinu eru sagðar hafa verið mjög slæmar og til marks um það reyndu í kring um tíu flóttamannanna að synda í land en ítalska landhelgisgæslan náði þeim áður en þeir komust mjög langt. Luigi Patronaggio, saksóknari í Agrigento, gaf fyrirskipun um að bátnum yrði siglt í höfn eftir að hann heimsótti bátinn seinni partinn á þriðjudag. Heimildarmaður fréttastofu AFP segir tilskipunina hafa verið gefna vegna erfiðra aðstæðna um borð. Stofnandi Open Arms fagnaði í dag ákvörðuninni og skrifaði á Twitter: „Eftir nítján daga fáum við að fara í land í Lampedusa.“Tras 19 días, desembarcaremos hoy en Lampedusa. Se incautará el barco temporalmente, pero es un costo que @openarms_fund asume para asegurar que las personas a bordo puedan ser atendidas. Consideramos indispensable priorizar su salud y seguridad en esta emergencia humanitaria. pic.twitter.com/mXePPemObz — Oscar Camps (@campsoscar) August 20, 2019 Fyrr í dag tilkynntu yfirvöld á Spáni að þau hygðust senda skip til Lampedusa til að sækja flóttafólkið en það hefði tekið meira en þrjá daga. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur verið strangur þegar kemur að flóttafólki og innflytjendum og var búinn að loka öllum höfnum fyrir þeim. Hann tísti fyrr í dag að eina leiðin til að stöðva það að Ítalía yrði aftur „flóttamannabúðir Evrópu“ væri að vera strangur.La linea della fermezza è l'unico modo per evitare che l'Italia torni ad essere il campo profughi d'Europa, come dimostrato anche in queste ore con la nava Ong spagnola dei finti malati e dei finti minori. pic.twitter.com/bK9Bpv71f3 — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) August 20, 2019 Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði í dag af sér en mikil spenna hefur verið á milli stjórnarflokkanna tveggja. Conte og Salvini eru leiðtogar sitthvors stjórnarflokksins, Conte Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Salvini Norðurbandalagsins. Salvini kynnti í byrjun mánaðar að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna. Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Ítalskur saksóknari hefur gefið fyrirskipun um að Open Arms björgunarskipinu verði siglt í land og fólkið þar um borð fái að ganga á land á eyjunni Lampedusa. Frá þessu er greint á ítölskum fréttamiðlum Talið er að meira en 100 flóttamenn hafi verið um borð í spænska skipinu í morgun en ítölsk yfirvöld hafa neitað að hleypa fólkinu í land í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að næstum þrjátíu börn og þeir sem voru orðnir veikir höfðu verið fluttir í landi.Sjá einnig: 27 unglingar á flótta fengu að fara í land á ÍtalíuAðstæðurnar um borð í skipinu eru sagðar hafa verið mjög slæmar og til marks um það reyndu í kring um tíu flóttamannanna að synda í land en ítalska landhelgisgæslan náði þeim áður en þeir komust mjög langt. Luigi Patronaggio, saksóknari í Agrigento, gaf fyrirskipun um að bátnum yrði siglt í höfn eftir að hann heimsótti bátinn seinni partinn á þriðjudag. Heimildarmaður fréttastofu AFP segir tilskipunina hafa verið gefna vegna erfiðra aðstæðna um borð. Stofnandi Open Arms fagnaði í dag ákvörðuninni og skrifaði á Twitter: „Eftir nítján daga fáum við að fara í land í Lampedusa.“Tras 19 días, desembarcaremos hoy en Lampedusa. Se incautará el barco temporalmente, pero es un costo que @openarms_fund asume para asegurar que las personas a bordo puedan ser atendidas. Consideramos indispensable priorizar su salud y seguridad en esta emergencia humanitaria. pic.twitter.com/mXePPemObz — Oscar Camps (@campsoscar) August 20, 2019 Fyrr í dag tilkynntu yfirvöld á Spáni að þau hygðust senda skip til Lampedusa til að sækja flóttafólkið en það hefði tekið meira en þrjá daga. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur verið strangur þegar kemur að flóttafólki og innflytjendum og var búinn að loka öllum höfnum fyrir þeim. Hann tísti fyrr í dag að eina leiðin til að stöðva það að Ítalía yrði aftur „flóttamannabúðir Evrópu“ væri að vera strangur.La linea della fermezza è l'unico modo per evitare che l'Italia torni ad essere il campo profughi d'Europa, come dimostrato anche in queste ore con la nava Ong spagnola dei finti malati e dei finti minori. pic.twitter.com/bK9Bpv71f3 — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) August 20, 2019 Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði í dag af sér en mikil spenna hefur verið á milli stjórnarflokkanna tveggja. Conte og Salvini eru leiðtogar sitthvors stjórnarflokksins, Conte Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Salvini Norðurbandalagsins. Salvini kynnti í byrjun mánaðar að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna.
Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08
Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58