Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosengård sem gerði markalaust jafntefli við Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Rosengård er enn á toppi deildarinnar, nú með tveggja stiga forskot á Göteborg.
Fyrir leikinn í kvöld var Rosengård búið að vinna þrjá leiki í röð. Liðið hefur unnið níu af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu, gert fjögur jafntefli og aðeins tapað einum leik.
Rosengård hefur fengið á sig fæst mörk allra í sænsku deildinni, eða aðeins átta.
Glódís og stöllur hennar hafa haldið níu sinnum hreinu í 14 deildarleikjum á tímabilinu.
Glódís hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum 14 deildarleikjum Rosengård í sumar.
Glódís og stöllur hennar héldu hreinu í níunda sinn í 14 deildarleikjum á tímabilinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn

Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn


„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
Íslenski boltinn