„Awww litla dúllan“ Jakob Bjarnar skrifar 20. ágúst 2019 10:08 Mörgum Hafnfirðingnum sem leggur orð í belg er á því að þessi minkur sé mjög krúttlegur. Meðan aðrir vilja halda því til haga að hann er alhliða drápari og skaðræðisskepna. Visir/Vilhelm/Davíð Sölvason Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira