Konan sem fæddi barn ein og óstudd í fangaklefa höfðar mál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 00:03 Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Diana Sanchez sem neyddist til að fæða barnið sitt einsömul í fangaklefa í Denver hefur nú höfðað mál gegn borgar- og lögregluyfirvöldum í Denver í Bandaríkjunum. Hún krefst þess að henni verði greiddar skaðabætur og að fangelsismálayfirvöld geri algjöra stefnubreytingu á viðhorfi í garð barnshafandi fanga. Sanchez vaknaði snemma um morguninn 31. júlí 2018 vegna óþæginda. Þegar hún snæddi morgunverð fór hún að finna fyrir samdráttarverkjum. Fimm tímum síðar missti hún vatnið. Þrátt fyrir að hennar helsta ósk væri að komast á spítala var henni ekki leyft það. Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Mari Newman, lögmaður Sanchez, segir í samtali við CNN að upplifun umbjóðanda síns hefði verið virkilega óhugnanleg. Newman segir að Sanchez sé fyrst og fremst að leitast eftir því að svona nokkuð muni aldrei gerast aftur. Þrátt fyrir sannanir á myndbandsupptökum neitar lögreglustjóri umdæmisins að starfsfólkið hefði gert neitt rangt. Þrátt fyrir fullyrðingarnar varð atvikið þó til þess að verklagi um barnshafandi fanga hefur verið breytt. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum innan úr klefa Sanchez sýnir hana fyrst kalla eftir aðstoð klukkan 6:30. Þá sést hún ítrekað banka á dyr klefans klukkan 09:43 til að reyna að ná athygli fangelsisvarða. Korteri síðar sést fangavörður rétta Sanchez eins konar bómullargrisju sem Sanchez breiddi yfir rúmið sitt. Því næst klæddi hún sig úr buxunum og kom sér fyrir í rúminu sínu. Þrjátíu mínútum síðar sést Sanchez engjast sundur saman af kvölum og litlu seinna var hún farin að ofanda. Hún klæddi sig úr næbuxunum og gerði sig líklega til að taka á móti barninu. Skyndilega birtist fangavörður í dyragættinni en hann gerði þó ekkert til að hjálpa henni. Sanchez lagðist á aðra hliðina og fæddi drenginn sinn alveg sjálf. Stuttu síðar kemur hjúkrunarfræðingur inn í klefann og virtist hissa á að barn væri komið í heiminn. Sanchez kvartaði til fangelsismálayfirvalda og sagðist hafa minnst átta sinnum beðið um að hringt yrði á sjúkrabíl þennan morgun. Fangaverðirnir hringdu þó ekki á sjúkrabíl fyrr en hún var búin að fæða barnið en í skjölum kemur fram að starfsfólkið hefði hringt eftir sjúkrabíl en tekið fram að ekki væri um neyð að ræða. „Ég var svo umkomulaus. Enginn hjálpaði mér. Það voru margir þarna fyrir utan en samt gerði enginn neitt til að hjálpa. Sársaukinn – hann var bara ólýsanlegur en það sem var sárast var staðreyndin að öllum var sama,“ sagði Sanchez í samtali við CNN stuttu eftir atvikið. Bandaríkin Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Diana Sanchez sem neyddist til að fæða barnið sitt einsömul í fangaklefa í Denver hefur nú höfðað mál gegn borgar- og lögregluyfirvöldum í Denver í Bandaríkjunum. Hún krefst þess að henni verði greiddar skaðabætur og að fangelsismálayfirvöld geri algjöra stefnubreytingu á viðhorfi í garð barnshafandi fanga. Sanchez vaknaði snemma um morguninn 31. júlí 2018 vegna óþæginda. Þegar hún snæddi morgunverð fór hún að finna fyrir samdráttarverkjum. Fimm tímum síðar missti hún vatnið. Þrátt fyrir að hennar helsta ósk væri að komast á spítala var henni ekki leyft það. Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Mari Newman, lögmaður Sanchez, segir í samtali við CNN að upplifun umbjóðanda síns hefði verið virkilega óhugnanleg. Newman segir að Sanchez sé fyrst og fremst að leitast eftir því að svona nokkuð muni aldrei gerast aftur. Þrátt fyrir sannanir á myndbandsupptökum neitar lögreglustjóri umdæmisins að starfsfólkið hefði gert neitt rangt. Þrátt fyrir fullyrðingarnar varð atvikið þó til þess að verklagi um barnshafandi fanga hefur verið breytt. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum innan úr klefa Sanchez sýnir hana fyrst kalla eftir aðstoð klukkan 6:30. Þá sést hún ítrekað banka á dyr klefans klukkan 09:43 til að reyna að ná athygli fangelsisvarða. Korteri síðar sést fangavörður rétta Sanchez eins konar bómullargrisju sem Sanchez breiddi yfir rúmið sitt. Því næst klæddi hún sig úr buxunum og kom sér fyrir í rúminu sínu. Þrjátíu mínútum síðar sést Sanchez engjast sundur saman af kvölum og litlu seinna var hún farin að ofanda. Hún klæddi sig úr næbuxunum og gerði sig líklega til að taka á móti barninu. Skyndilega birtist fangavörður í dyragættinni en hann gerði þó ekkert til að hjálpa henni. Sanchez lagðist á aðra hliðina og fæddi drenginn sinn alveg sjálf. Stuttu síðar kemur hjúkrunarfræðingur inn í klefann og virtist hissa á að barn væri komið í heiminn. Sanchez kvartaði til fangelsismálayfirvalda og sagðist hafa minnst átta sinnum beðið um að hringt yrði á sjúkrabíl þennan morgun. Fangaverðirnir hringdu þó ekki á sjúkrabíl fyrr en hún var búin að fæða barnið en í skjölum kemur fram að starfsfólkið hefði hringt eftir sjúkrabíl en tekið fram að ekki væri um neyð að ræða. „Ég var svo umkomulaus. Enginn hjálpaði mér. Það voru margir þarna fyrir utan en samt gerði enginn neitt til að hjálpa. Sársaukinn – hann var bara ólýsanlegur en það sem var sárast var staðreyndin að öllum var sama,“ sagði Sanchez í samtali við CNN stuttu eftir atvikið.
Bandaríkin Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira