„Þetta þýðir í raun að fjöldi dreifingaraðila út um alla Evrópu skipta þessum styrk á milli sín og leggja annað eins af mörkum til að kynna myndina og laða að fólk í kvikmyndahús. Myndin okkar verður því markaðssett fyrir tæplega 150 milljónir í Evrópu. Markaðssvæðin eru ólík og dreifingaraðilar eru þ.a.l. með ólíkar áherslur, þess vegna eru til að mynda fjórar útgáfur af veggspjaldi fyrir myndina í umferð og myndin heitir MJÓLK í Frakklandi,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar.
Héraðið var frumsýnd þann 14. ágúst síðastliðin hér á landi en nú hafa um 7.000 manns um allt land séð myndina. „Næst á dagskrá hjá okkur er að frumsýna myndina alþjóðlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto í flokki sem kallast Contemporary World Cinema. Við hlökkum mikið til þess,“ bætir Grímar við.
