Það verður fremur hægur vindur á landinu í dag og væta víða um land samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.
Þannig verður súld eða dálítil rigning norðan til á landinu en skúrir á víð og dreif sunnan heiða. Þá verður hiti á bilinu sex til þrettán stig, mildast sunnan lands.
Á morgun er spáð austanátt, víða átt til þrettán metrum á sekúndu en þrettán til átján um tíma við suðurströndina. Þá er spáð rigningu, fyrst um landið sunnanvert. Hiti á bilinu átta til fjórtán stig.
Á miðvikudag er síðan útlit fyrir norðlæga átt. Rigning norðan til og þar kólnar heldur í veðri en síðdegis má búast við stöku skúrum sunnan til.
Veðurhorfur á landinu:
Norðaustan 5-10 NV-til, annars hægari vindur. Skúrir á víð og dreif, en rigning á köflum fram eftir degi um landið norðanvert. Hiti 6 til 13 stig, mildast S-lands.
Vaxandi austanátt í nótt, víða 8-13 á morgun en 13-18 við suðurströndina fram yfir hádegi. Rigning á sunnanverðu landinu og einnig norðan heiða síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.
Á þriðjudag:
Austan 8-13, en 13-18 með suðurströndinni fram yfir hádegi. Rigning S-til á landinu og einnig N-lands síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.
Á miðvikudag:
Norðan og norðvestan 5-13 og rigning, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 5 til 14 stig, mildast S-lands.
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða dálítil rigning. Hiti 5 til 10 stig að deginum.
Á föstudag:
Vestanátt og skúrir, en úrkomulítið SA- og A-lands. Hiti breytist lítið.
