Vilja gera betur fyrir þá sem syrgja ástvini sína Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira