Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á Talibönum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 18:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Riedel Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira