Magni frá Grenivík hélt von sinni um að halda sæti sínu í Inkassodeildinni á lífi með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í Ólafsvík.
Louis Aaron Wardle kom gestunum frá Grenivík yfir á 39. mínútu og leiddu þeir 1-0 í hálfleik.
Um miðjan seinni hálfeik jafnaði Harley Willard metin fyrir Víking úr vítaspyrnu en það var Kristinn Þór Rósbergsson sem tryggði Magna sigurinn á 81. mínútu leiksins.
Magni er enn í fallsæti þrátt fyrir sigur sinn. Þeir jöfnuðu þó Aftureldingu og Hauka að stigum en eru með mun verri markatölu. Víkingur Ólafsvík hefur að litlu að keppa um miðja deild.
