Kristianstad komst upp í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Örebro í dag.
Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, er með 28 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rosengård sem á leik til góða.
Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad og lék allan leikinn. Sif Atladóttir lék ekki með Kristianstad í dag.
Varnarmaðurinn Therese Ivarsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 73. mínútu.
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 0-2 sigur á Berghofen í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar.
Wolfsburg hefur orðið bikarmeistari fimm síðustu ár.
Kristianstad upp í 4. sætið | Wolfsburg áfram í bikarnum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
