Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 22:23 Chanel Miller í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 Minutes. Viðtalið verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 22. september. Skjáskot/CBS Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners steig fram undir nafni í fyrsta skipti í dag. Konan, hin 27 ára Chanel Miller, hyggur á útgáfu bókar um málið en hefur aldrei komið fram undir nafni þar til nú. Vitnisburður Miller við réttarhöldin yfir Turner vakti heimsathygli árið 2016. Turner var dæmdur í sex mánaða fangelsi það ár fyrir að hafa nauðgað Miller meðvitundarlausri á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Miller, sem hingað til var þekkt undir dulnefninu Emily Doe, las upp tilfinningaríka yfirlýsingu í réttarsal áður en dómur var kveðinn upp yfir Turner á sínum tíma. Þar ávarpaði hún Turner beint og lýsti upplifun sinni af nauðguninni í smáatriðum.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/Getty„Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu,“ segir m.a. í bréfinu. „Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Bréfið var birt í heild sinni á vef Buzzfeed og fór eins og eldur í sinu um netheima. Hér að neðan má hlýða á brot úr upplestri Miller á bréfinu. Bók um ævi Miller, þar sem einblínt verður á nauðgunina og áhrif hennar, kemur út síðar í mánuðinum og ber heitið Know My Name, eða Þekktu nafn mitt upp á íslensku.Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Mörgum þótti þessi röksemdafærsla Perskys lýsandi fyrir almenna linkind í garð þeirra sem beita kynferðisofbeldi. Persky var settur af sem dómari í fyrra. Viðbrögð aðstandenda Turners vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son sinn í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint árið 2017. Við réttarhöld í Kaliforníu í fyrra fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við en beiðninni var hafnað. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners steig fram undir nafni í fyrsta skipti í dag. Konan, hin 27 ára Chanel Miller, hyggur á útgáfu bókar um málið en hefur aldrei komið fram undir nafni þar til nú. Vitnisburður Miller við réttarhöldin yfir Turner vakti heimsathygli árið 2016. Turner var dæmdur í sex mánaða fangelsi það ár fyrir að hafa nauðgað Miller meðvitundarlausri á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Miller, sem hingað til var þekkt undir dulnefninu Emily Doe, las upp tilfinningaríka yfirlýsingu í réttarsal áður en dómur var kveðinn upp yfir Turner á sínum tíma. Þar ávarpaði hún Turner beint og lýsti upplifun sinni af nauðguninni í smáatriðum.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/Getty„Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu,“ segir m.a. í bréfinu. „Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Bréfið var birt í heild sinni á vef Buzzfeed og fór eins og eldur í sinu um netheima. Hér að neðan má hlýða á brot úr upplestri Miller á bréfinu. Bók um ævi Miller, þar sem einblínt verður á nauðgunina og áhrif hennar, kemur út síðar í mánuðinum og ber heitið Know My Name, eða Þekktu nafn mitt upp á íslensku.Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Mörgum þótti þessi röksemdafærsla Perskys lýsandi fyrir almenna linkind í garð þeirra sem beita kynferðisofbeldi. Persky var settur af sem dómari í fyrra. Viðbrögð aðstandenda Turners vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son sinn í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint árið 2017. Við réttarhöld í Kaliforníu í fyrra fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við en beiðninni var hafnað.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43