Sautján mínútna viðtal við Milos: Ræðir um unga íslenska leikmenn og segir Andra Yeoman hinn fullkomna miðjumann Anton Ingi Leifsson skrifar 4. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira. Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira