Roger Federer datt óvænt út á Opna bandaríska en Serena brunaði áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 07:30 Roger Federer gengur svekktur af velli. Getty/Tim Clayton Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019
Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira