Novator og Hilmar fjárfesta í bresku tölvuleikjafyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 4. september 2019 07:45 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fréttablaðið/GVA Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira