Milos: Það er ekki hægt að gera alla ánægða í þjálfarastarfinu Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“ Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira