Árásarmaðurinn í Texas var nýbúinn að hringja í FBI Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 12:11 Lögregluþjónar að störfum í Texas. AP/Sue Ogrocki Áður en Seth Aaron Ator skaut sjö manns til bana og særði 22 í Odessa í Texas um helgina, hringdi hann bæði í Neyðarlínuna og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Þar ræddi hann með sundurlausum hætti þau grimmdarverk sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Það gerði hann skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp en hann ýjaði ekki að því að hann ætlaði að brjóta af sér með nokkrum hætti. Um fimmtán mínútum eftir að hann skellti á Alríkislögregluna reyndi lögregluþjónn að stöðva hann fyrir að hafa ekki notað stefnuljós. Í stað þess að stöðva hóf Ator skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli og lögreglubílinn og særði einn lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Hann hringdi þar að auki í Neyðarlínuna á meðan á árás hans stóð.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinnChristopher Combs, frá FBI, segir ódæði Ator eiga langan aðdraganda og andlegu ástandi hans hafi farið hrakandi. Combs sagðist þó ekki vita hvort hann hafi átt við geðræn vandræði að stríða.Í samtali við AP fréttaveituna segir nágranni Ator að fólk hafi verið hrætt við hann. Hann hafi verið ofbeldishneigður og árásargjarn. Þar að auki hafi hann sífellt verið að skjóta á dýr í hverfinu, aðallega kanínur, og það hafi hann gert á öllum tímum sólarhringsins.„Við vorum hrædd við hann því maður gat séð á honum hvernig manneskja hann var. Hann var ekki indæll. Hann var ekki vinalegur. Hann var ekki kurteis,“ segir Rocio Gutierrez. Ekki liggur fyrir hvernig Ator varð sér út um byssuna sem hann notaðist við en yfirvöld hafa sagt að hann hafi ekki staðist bakgrunnsskoðun við byssukaup. Þó er ekki vitað hvenær það var. Vinur fjölskyldu Ator, sem New York Times ræddi við, segir hann hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða, hann hafi lengi verið á kant við laganna verði og hann hefði aldrei átt að hafa aðgang að byssum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Áður en Seth Aaron Ator skaut sjö manns til bana og særði 22 í Odessa í Texas um helgina, hringdi hann bæði í Neyðarlínuna og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Þar ræddi hann með sundurlausum hætti þau grimmdarverk sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Það gerði hann skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp en hann ýjaði ekki að því að hann ætlaði að brjóta af sér með nokkrum hætti. Um fimmtán mínútum eftir að hann skellti á Alríkislögregluna reyndi lögregluþjónn að stöðva hann fyrir að hafa ekki notað stefnuljós. Í stað þess að stöðva hóf Ator skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli og lögreglubílinn og særði einn lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Hann hringdi þar að auki í Neyðarlínuna á meðan á árás hans stóð.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinnChristopher Combs, frá FBI, segir ódæði Ator eiga langan aðdraganda og andlegu ástandi hans hafi farið hrakandi. Combs sagðist þó ekki vita hvort hann hafi átt við geðræn vandræði að stríða.Í samtali við AP fréttaveituna segir nágranni Ator að fólk hafi verið hrætt við hann. Hann hafi verið ofbeldishneigður og árásargjarn. Þar að auki hafi hann sífellt verið að skjóta á dýr í hverfinu, aðallega kanínur, og það hafi hann gert á öllum tímum sólarhringsins.„Við vorum hrædd við hann því maður gat séð á honum hvernig manneskja hann var. Hann var ekki indæll. Hann var ekki vinalegur. Hann var ekki kurteis,“ segir Rocio Gutierrez. Ekki liggur fyrir hvernig Ator varð sér út um byssuna sem hann notaðist við en yfirvöld hafa sagt að hann hafi ekki staðist bakgrunnsskoðun við byssukaup. Þó er ekki vitað hvenær það var. Vinur fjölskyldu Ator, sem New York Times ræddi við, segir hann hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða, hann hafi lengi verið á kant við laganna verði og hann hefði aldrei átt að hafa aðgang að byssum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25
Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30