Uppgjör: Leclerc tileinkaði Anthoine sigurinn Bragi Þórðarson skrifar 3. september 2019 17:30 Leclerc tryggði sér sinn fyrsta sigur um helgina. Getty Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fór fram á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Dauði unga ökumannsins Anthoine Hubert setti sorgarsvip á annars líflegan kappakstur. Hubert lést í Formúlu 2 keppni á brautinni daginn fyrir Formúlu 1 kappaksturinn. Charles Leclerc, sem byrjaði á ráspól í þriðja skiptið á ferlinum, stóð uppi sem sigurvegari á sunnudaginn. Sigurinn var hans fyrsti á ferlinum auk þess að vera fyrsti sigur Ferrari á árinu. ,,Mig langar að tileinka Anthoine sigurinn, þegar ég var að byrja í Go-Kart var ég að keppa með með honum og vorum við góðir vinir´´ sagði Leclerc sem er einnig fyrsti Mónakóbúinn til að vinna keppni í Formúlu 1. Liðsfélagi Leclerc, fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel, komst aldrei nálægt unga liðsfélaga sínum og endaði að lokum fjórði á eftir báðum Mercedes bílunum. Lewis Hamilton kom annar í mark, aðeins 0,9 sekúndum á eftir Leclerc. Það tók Bretann alls fjóra hringi að taka fram úr Vettel og tapaði hann við það dýrmætum sekúndum. Charles þakkaði því liðsfélaga sínum kærlega fyrir hjálpina að keppni lokinni.Hamilton jók forskotið í heimsmeistaramótinuValtteri Bottas er annar í mótinu en endaði þriðji um helgina. Hamilton jók því forskot sitt í heimsmeistarakeppninni í 65 stig. Þrátt fyrir að báðir bílar Ferrari liðsins byrjuðu á fremstu röð tókst liðinu ekki að klára í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur oftar endað í fyrsta og öðru sæti á þessu ári heldur en Ferrari hefur gert á þessum áratug. Ferrari og Mercedes voru í algjörum sérflokki á Spa brautinni. Nýji Red Bull ökuþórinn Alexander Albon kom fimmti í mark en liðsfélagi hans, Max Verstappen, varð frá að hverfa strax á fyrsta hring eftir samstuð við Kimi Raikkonen. Allt leit út fyrir að hinn 19 ára gamli Lando Norris, ökumaður McLaren, myndi ná sínum besta árangri í Formúlu 1 er hann sat í fimmta sæti þegar einn hringur var eftir. Þá gripu máttarvöldin í taumanna og stöðvaðist McLaren bíll hans með vélarbilun. Formúlan heldur áfram um næstu helgi þegar ekið verður á Monza brautinni í Ítalíu, heimavelli Ferrari. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fór fram á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Dauði unga ökumannsins Anthoine Hubert setti sorgarsvip á annars líflegan kappakstur. Hubert lést í Formúlu 2 keppni á brautinni daginn fyrir Formúlu 1 kappaksturinn. Charles Leclerc, sem byrjaði á ráspól í þriðja skiptið á ferlinum, stóð uppi sem sigurvegari á sunnudaginn. Sigurinn var hans fyrsti á ferlinum auk þess að vera fyrsti sigur Ferrari á árinu. ,,Mig langar að tileinka Anthoine sigurinn, þegar ég var að byrja í Go-Kart var ég að keppa með með honum og vorum við góðir vinir´´ sagði Leclerc sem er einnig fyrsti Mónakóbúinn til að vinna keppni í Formúlu 1. Liðsfélagi Leclerc, fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel, komst aldrei nálægt unga liðsfélaga sínum og endaði að lokum fjórði á eftir báðum Mercedes bílunum. Lewis Hamilton kom annar í mark, aðeins 0,9 sekúndum á eftir Leclerc. Það tók Bretann alls fjóra hringi að taka fram úr Vettel og tapaði hann við það dýrmætum sekúndum. Charles þakkaði því liðsfélaga sínum kærlega fyrir hjálpina að keppni lokinni.Hamilton jók forskotið í heimsmeistaramótinuValtteri Bottas er annar í mótinu en endaði þriðji um helgina. Hamilton jók því forskot sitt í heimsmeistarakeppninni í 65 stig. Þrátt fyrir að báðir bílar Ferrari liðsins byrjuðu á fremstu röð tókst liðinu ekki að klára í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur oftar endað í fyrsta og öðru sæti á þessu ári heldur en Ferrari hefur gert á þessum áratug. Ferrari og Mercedes voru í algjörum sérflokki á Spa brautinni. Nýji Red Bull ökuþórinn Alexander Albon kom fimmti í mark en liðsfélagi hans, Max Verstappen, varð frá að hverfa strax á fyrsta hring eftir samstuð við Kimi Raikkonen. Allt leit út fyrir að hinn 19 ára gamli Lando Norris, ökumaður McLaren, myndi ná sínum besta árangri í Formúlu 1 er hann sat í fimmta sæti þegar einn hringur var eftir. Þá gripu máttarvöldin í taumanna og stöðvaðist McLaren bíll hans með vélarbilun. Formúlan heldur áfram um næstu helgi þegar ekið verður á Monza brautinni í Ítalíu, heimavelli Ferrari.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira