Tiltektin kostaði Ingibjörgu milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2019 10:15 Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31