Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag gerir Jón Þór Hauksson þrjár breytingar á liðinu frá því úr 4-1 sigrinum á Ungverjalandi.
Sif Atladóttir fer úr vörninni og Ásta Eir Árnadóttir kemur inn í vörnina. Við það fer Ingibjörg Sigurðardóttir inn í miðja vörnina.
Svava Rós og Fanndís komu með mikinn kraft inn í sóknina í síðasta leik og þær taka sæti þeirra Öglu Maríu Albertsdóttir og Hlínar Eiríksdóttur.
Our starting lineup against Slovakia!
Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu!
#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/M6XlNKWNg8
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2019
Fylgst verður vel með leik Íslands og Slóvakíu á vef Vísis í kvöld.
Byrjunarlið Íslands á móti Slóvakíu í kvöld:
Sandra Sigurðardóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Fanndís Friðriksdóttir
Elín Metta Jensen
Svava Rós Guðmundsdóttir