Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 21:00 Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2 Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2
Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38