Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:45 Greinilegur slóði hefur myndast í hlíð Námafjalls fyrir ofan hverasvæðið. Myndin var tekin 21. ágúst. Vísir/Kjartan Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu