Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 13:39 Myndir frá vettvangi sem slökkvilið í Ventura-sýslu birti á Twitter í morgun. Skjáskot/Google Maps Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019 Bandaríkin Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019
Bandaríkin Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“