Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 08:30 Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. AP/Sue Ogrocki Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent