Slóvakar munu ekki gefa neitt eftir Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2019 14:30 Margt líkt er með liði Slóvaka og liði Ungverja sem Ísland vann 4-1 síðastliðinn fimmtudag. Hér fagna Stelpurnar okkar sigrinum á Ungverjalandi með víkingaklappi í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira
Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira