Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 16:48 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að ummæli nefndarmanns peningastefnunefndar í morgun hafa verið ógætileg. Vísir/JKJ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00