Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 15:49 Upplitið á Trudeau var ekki djarft þegar hann ræddi við fréttamenn um myndirnar af honum máluðum svartur í framan. AP/Sean Kilpatrick Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira