Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar AZ Alkmaar gerði 2-2 jafntefli við Partizan Belgrad í L-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.
AZ komst yfir með marki Calvin Stengs á 13. mínútu. Hollendingar misstu mann af velli á 27. mínútu þegar Jonas Svensson fékk rautt spjald.
Þremur mínútum fyrir hálfleik kom Bibras Natcho Partizan yfir. Hann skoraði svo aftur á 61. mínútu en hinn 18 ára Myron Boadu tryggði AZ stig þegar hann jafnaði sex mínútum síðar. Lokatölur 2-2.
Í hinum leik L-riðils vann Manchester United 1-0 sigur á Astana. Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir Astana.
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem fékk skell gegn Ludogorets, 5-1, í H-riðli. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni hjá CSKA Moskvu vegna meiðsla.
Rússarnir voru yfir í hálfleik en Búlgararnir voru miklu sterkari í seinni hálfleik og skoruðu þá fimm mörk. Ludogorets sló Val úr leik í 2. umferð forkeppninnar, 5-1 samanlagt.
Roma vann öruggan sigur á Istanbul Basaksehir, 4-0, í J-riðli. Edin Dzeko, Nicolo Zaniolo og Justin Kluivert voru á skotskónum fyrir Roma auk þess sem Junior Caicara, varnarmaður Basaksehir, skoraði sjálfsmark.
Strákarnir hans Stevens Gerrard í Rangers unnu 1-0 sigur á Feyenoord á Ibrox í G-riðli. Sheyi Ojo, lánsmaður frá Liverpool, skoraði eina mark leiksins. Í hinum leik G-riðil bar Porto sigurorð af Young Boys, 2-1.
Wolves tapaði 0-1 fyrir Braga á Molineux í K-riðli.
Úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan 19:00 má sjá hér fyrir neðan.
G-riðill
Rangers 1-0 Feyenoord
Porto 2-1 Young Boys
H-riðill
Ludogorets 5-1 CSKA Moskva
Espanyol 1-1 Ferencváros
I-riðill
Wolfsburg 3-1 Oleksandriya
Gent 3-2 St Étienne
J-riðill
Roma 4-0 Istanbul Basaksehir
Borussia Mönchengladbach 0-4 Wolfsberger
K-riðill
Wolves 0-1 Braga
Slovan Bratislava 4-2 Besiktas
L-riðill
Man. Utd. 1-0 Astana
Partizan Belgrad 2-2 AZ Alkmaar
AZ bjargaði stigi manni færri í Belgrad | Stórt tap hjá CSKA Moskvu

Tengdar fréttir

Arnór Ingvi og félagar töpuðu í Kænugarði
Tólf leikjum er lokið í Evrópudeildinni.

Guttarnir í aðalhlutverki í sigri Arsenal í Frankfurt
Arsenal vann góðan sigur á Eintracht Frankfurt í A-riðli Evrópudeildarinnar.

Hinn 17 ára Greeenwood hetja United gegn Rúnari Má og félögum
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn þegar Astana tapaði fyrir Manchester United á Old Trafford.