Evrópudeild UEFA

Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA
Steve Parish, formaður Crystal Palace, segir að þeir hafi misst af frestinum að selja hluta í félaginu, vegna þess að skilaboðin frá UEFA voru send á almenna tölvupóstinn.

Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni
Evrópska knattspyrnusambandið hefur fært Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina, vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og Lyon sem endurheimti Evrópudeildarsæti sitt í fyrradag.

UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu
Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur frestað því að taka ákvörðun um það hvort Crystal Palace megi taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Lyon mun áfrýja og Crystal Palace í óvissu
Franska félagið Lyon mun áfrýja dómnum sem féll í gær þegar liðið var fellt niður um deild. Crystal Palace, sem er enn undir sama eignarhaldi, veit ekki hvort það fær að taka þátt í Evrópudeildinni.

Forest vill niðurstöðu í mál Palace
Nottingham Forest hefur beðið Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um niðurstöðu í máli Crystal Palace og hvort Ernirnir fái að taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.

Gætu hent Crystal Palace út úr Evrópudeildinni
Crystal Palace tryggði sér sinn fyrsta titil í sögu félagsins á dögunum þegar liðið varð enskur bikarmeistari eftir sigur á Manchester City á Wembley en um leið þá tryggði félagið sér sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn.

Starf Amorims öruggt
Þrátt fyrir að Manchester United hafi átt afleitt tímabil er starf knattspyrnustjórans Rubens Amorim ekki í hættu.

Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu
Þjálfari sem stýrir liði sínu til síns fyrsta titils í sautján ár, og síns fyrsta Evróputitils síðan árið 1984, ætti að geta gengið að því vísu að halda vinnunni sinni í það minnsta fram á næsta tímabil. Eða hvað?

Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina
Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, virðist vera heldur ósáttur við spilaðar mínútur í úrslitum Evrópudeildarinnar í gær og íhugar nú framtíð sína hjá félaginu.

„Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“
Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Bruno Fernandes segir að hann muni yfirgefa Manchester United ef félagið vill græða pening á því að selja hann.

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham.

„Okkur er alveg sama núna“
„Ég er svo glaður, þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en okkur er alveg sama núna“ sagði Brennan Johnson, leikmaður Tottenham eftir að hafa orðið Evrópudeildarmeistari. 1-0 sigur varð niðurstaðan í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Johnson snerti boltann en Luke Shaw átti síðustu snertinguna áður en hann lak yfir línuna.

Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn
Tottenham varð Evrópudeildarmeistari með 1-0 sigri gegn Manchester United í úrslitaleik. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Tottenham vann Evrópudeildina
Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008.

Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega.

„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“
Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins.

„Verð aldrei trúður“
„Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Verður stærsti dagur ævi minnar“
Son Heung-min, fyrirliði Tottenham, viðurkennir að tímabilið sé búið að vera lélegt hjá liðinu en það breyti því ekki að hann geti tekið við stórum bikar á miðvikudagskvöld.

Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn
Það er annað hljóð í Rúben Amorim, þjálfara enska knattspyrnuliðsins Manchester United, fyrir leikinn gegn Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildarinnar. Sigurvegarinn fær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Dejan Kulusevski verður ekki með Tottenham Hotspur þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. maí næstkomandi.

Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið
Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur.

Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð
Hinn þýski Felix Zwayer mun dæma úrslitaleik Evrópudeildar þar sem Manchester United og Tottenham Hotspur mætast. Hann var árið 2005 dæmdur í hálfs árs bann af DFB, þýska knattspyrnusambandinu, vegna tengingar við veðmálasvindl.

Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki
Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, segir leikmenn sína eiga við hugræn vandamál að stríða.

Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn
Manchester United og Tottenham mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á San Mamés í Bilbao 21. maí. Ensku liðin tryggðu sér sæti í úrslitum í gær.

„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“
Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann.

„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“
Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins.

Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi
Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao.

Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni
Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum.