Lilja fundaði með danska menntamálaráðherranum um framtíð handritanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 22:09 Lilja Alfreðsdóttir og Ane Halsboe-Jørgensen. stjórnarráðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði í dag með danska menntamálaráðherranum, Ane Halsboe-Jørgensen, í Kaupmannahöfn. Þá heimsótti ráðherra einnig Árnasafn. Á fundinum lýsti Lilja yfir áhuga Íslendinga á að endurskoða skiptingu handritanna, meðal annars úr safni Árna Magnússonar en að því er fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu eru um 700 íslensk handrit enn varðveitt í Danmörku. „Ráðherrarnir sammæltust um að hefja undirbúning að stofnun samráðsnefndar um sameiginleg menningarverðmæti þjóðanna. Nefndin mun fá það verkefni að rýna og efla samstarf þjóðanna á þessu sviði, móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi um varðveislu þeirra handrita sem nú eru í Danmörku, huga að því hvernig þjóðirnar geti stutt hvor aðra í ræktun móðurmála á tímum alþjóðavæðingar og hvernig nýta megi sameiginlegan menningarf Íslands og Danmerkur á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins þar sem jafnframt er haft eftir Lilju að fundurinn hafi verið uppbyggilegur. „Við áttum uppbyggilegan fund sem ég vona að beri góðan ávöxt í framtíðinni. Það hefur orðið viðhorfsbreyting á þeim tæpu 50 árum sem liðin eru frá því að fyrstu handritunum var skilað heim til Íslands – bæði hér í Danmörku og heima á Íslandi. Ég tel mikilvægt á þessum tímapunkti að við ræðum framtíð handritanna og fagna því að Danir séu reiðubúnir til viðræðna,“ segir Lilja. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði í dag með danska menntamálaráðherranum, Ane Halsboe-Jørgensen, í Kaupmannahöfn. Þá heimsótti ráðherra einnig Árnasafn. Á fundinum lýsti Lilja yfir áhuga Íslendinga á að endurskoða skiptingu handritanna, meðal annars úr safni Árna Magnússonar en að því er fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu eru um 700 íslensk handrit enn varðveitt í Danmörku. „Ráðherrarnir sammæltust um að hefja undirbúning að stofnun samráðsnefndar um sameiginleg menningarverðmæti þjóðanna. Nefndin mun fá það verkefni að rýna og efla samstarf þjóðanna á þessu sviði, móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi um varðveislu þeirra handrita sem nú eru í Danmörku, huga að því hvernig þjóðirnar geti stutt hvor aðra í ræktun móðurmála á tímum alþjóðavæðingar og hvernig nýta megi sameiginlegan menningarf Íslands og Danmerkur á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins þar sem jafnframt er haft eftir Lilju að fundurinn hafi verið uppbyggilegur. „Við áttum uppbyggilegan fund sem ég vona að beri góðan ávöxt í framtíðinni. Það hefur orðið viðhorfsbreyting á þeim tæpu 50 árum sem liðin eru frá því að fyrstu handritunum var skilað heim til Íslands – bæði hér í Danmörku og heima á Íslandi. Ég tel mikilvægt á þessum tímapunkti að við ræðum framtíð handritanna og fagna því að Danir séu reiðubúnir til viðræðna,“ segir Lilja.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira