Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2019 20:16 Niðurstöður fyrri umferðar voru kynntar í dag. Getty/NurPhoto Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri. Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri.
Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28
Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00