Borgirnar sex eru Denver, Seattle, Portland, Orlando, Chicago og New York og má því segja að Rikki hafi verið að upplifa nýjan heim á skömmum tíma, enda hafði hann aldrei farið til Bandaríkjanna og hingað til haldið sig við Köben og Tenerife.
Í gær var komið að lokaþættinum þar sem Rikki G heimsótti New York sem var að hans mati besta borgin og fékk hún tíu í einkunn frá Rikka.
Meðal annars skellti Rikki sér á stað sem nefnist Quick Cryo þar sem hann fór í fitufrystingu og átti við það að léttast um hálft kíló.
Þar átti Ríkharð að fara inn í klefa þar sem kuldinn var svo gott sem ólýsanlegur eins og hann orðaði þar sjálfur.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þættinum af Rikki fer til Ameríku.