Heilbrigðismálin í fyrirrúmi og fast skotið á Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2019 20:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21