Aldrei séð viðlíka úrkomu: „Þetta er svo langur tími og svo mikið magn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2019 14:10 Yfirvöld á spáni hafa staðfest að minnst þrír létust í flóðunum í suðausturhluta Spánar. Vísir/EPA Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“ Spánn Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“
Spánn Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira