Liverpool-liðið mætti á Melwood-æfingasvæðið í bullandi gír en liðið mætir Newcastle í hádegisleiknum í enska boltanum um helgina. Fram undan er strangt prógramm en Napoli bíður þeirra á þriðjudaginn í Meistaradeildinni, svo Chelsea í deildinni, MK Dons í deildarbikarnum og september endar á viðureign við Sheffield United í deildinni.
Sadio Mane getur náð þeim merkilega áfanga að hafa ekki tapað í 50 leikjum í röð á Anfield. Hann hefur spilað 49 leiki sem Liverpool-leikmaður og einn fyrir Southampton og unnið 40 og gert 10 jafntefli.
Newcastle sýndi að það býr smá í liði Steve Bruce en flestir eru þó sammála að þetta verði lítið annað en létt upphitun fyrir Liverpool áður en liðið heldur til Ítalíu. Mo Salah, góðvinur Mane, bendir á að ef Liverpool geri sitt þá eigi liðið að vinna. „Við misstum af titlinum í fyrra út af einu stigi. Við eigum ekki að þurfa að misstíga okkur þó Newcastle sé okkur alltaf erfitt.“
Mane getur náð fimmtíu sigurleikjum á Anfield
Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
