Ný þáttaröð um sigurgöngu Aegon nálgast framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 23:22 Þættirnir eru sagðir fjalla um forfeður Jon og Dany í Westeros. Vísir/HBO HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51