Blöskrar 45 prósenta hækkun hjá þeim sem minna mega sín á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:38 Seltjarnarnesbær hefur á síðastliðnum tveimur árum skilað rúmlega 400 milljón króna tapi og aukið skuldir sveitarfélagsins um tæplega 3 milljarða. Vísir/Vilhelm Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni. Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni.
Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira