Föstudagsplaylisti Rex Pistols Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 13. september 2019 13:30 Stilla úr myndbandi fyrir lagið Feel It Inside sem kom út á plötunni DISCIPLINE snemma á þessu ári. Myndbandið verður frumsýnt í Flæði 20. september. Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira