Fyrsta stiklan: Óvænt atburðarás og augnablik sem stækka hjartað Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 13:30 Búast má við mikilli dramatík í þessari þáttaröð. Stöð 2 „Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“ Leitin að upprunanum Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
„Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“
Leitin að upprunanum Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira