Meira en þrjátíu látnir eftir að helgihald breyttist í öngþveiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2019 21:45 Shia múslimar berja sjálfa sig til að marka upphaf Ashura. Myndin er frá helgihaldi í Pakistan og tengist fréttinni ekki beint. AP/Arshad Butt Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi. Írak Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi.
Írak Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira