DV tapaði 240 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2019 08:36 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15
Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34
400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11