Draumarnir rættust með háskólanámi í heimabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 21:00 Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira