Dómsmálaráðherra mætti í bíó á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2019 19:15 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Fangelsismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Fangelsismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira