Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2019 11:55 Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð. Bandaríkin Lyf Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð.
Bandaríkin Lyf Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira