Gunnar: Ég er að tapa og það sökkar Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar 28. september 2019 22:37 Gunnar verður smá tíma að jafna sig á þessu svekkjandi tapi. Gunnar Nelson var að vonum niðurlútur er Vísir hitti á hann skömmu eftir tapið gegn Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. „Mér fannst þetta vera helvíti jafnt og hornið mitt var á því að ég hefði unnið. Ég held að þessi fella hans í síðustu lotunni hafi unnið bardagann fyrir hann,“ sagði okkar maður súr eftir þetta svekkjandi tap í afar jöfnum bardaga. „Ég hefði átt að gera meira og verð að fara yfir þetta. Það er auðvitað alltaf hægt að segja þetta en hann gerði sitt mjög vel. Það hefði verið geðveikt að ná fellu í endann en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Grautfúlt og ég hefði viljað gera meira úr þeim færum sem ég fékk.“ Gunnar var að glíma við fyrrum heimsmeistara í brasilísku jiu jitsu og bardaginn var lengi vel eins og skák á milli þeirra. „Hann var mjög sterkur. Þykkur og líka helvíti sleipur eins og sumir eru. Erfitt að ná taki á honum og svo er hann ógeðslega góður í jörðinni,“ sagði Gunnar og bætti við að Burns hefði aldrei verið nálægt því að ná uppgjafartaki er hann náði utan um okkar mann. Gunnar fékk mjög þungt hnéspark í andlitið í bardaganum en það hafði engin áhrif á hann. „Ég fann alveg fyrir því en ekkert hroðalegt. Ég fann meira fyrir vinstri krók sem hann kom með. Sá lenti betur. Það var ekkert sem vankaði mig í bardaganum,“ sagði Gunnar en hvar gat hann gert betur? „Margt. Ég hefði þurfti að vera agressívari standandi. Enn og aftur fannst mér ég vera að bíða eftir opnunum. Hefði mátt nota stunguna meira sem var að lenda vel. Ég hef verið að vinna meira í þessum málum með Jorge Blanco. Mér finnst mikið vera að smella saman og finnst ég þurfa meiri tíma með honum.“ Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem Gunnar lendir í því að tapa tveimur bardögum í röð. Það leyndi sér ekki að Gunnari finnst það mjög sárt. „Þetta er ekkert sérstakt. Það óskar enginn eftir því að vera í þessari stöðu. Ég hef fengið góða andstæðinga og þetta hafa verið naumir bardagar en sama. Ég er að tapa og það sökkar. Það er engin uppgjöf og bara áfram gakk en það þarf eitthvað að stokka til.“Klippa: Gunnar hundsvekktur eftir tapið í Köben MMA Tengdar fréttir Burns: Vissi að ég hefði unnið er ég náði fellunni Það var eðlilega létt í Brasilíumanninm Gilbert Burns eftir sigurinn á Gunnari Nelson í kvöld. Sá sigur gefur honum mikið fyrir framhaldið. 28. september 2019 22:28 Í beinni: Gunnar Nelson - Gilbert Burns | Mikið undir í Köben Gunnar Nelson mætir Brasilíumanninum Gilbert Burns á bardagakvöldi í Kaupmannahöfn í kvöld. Vísir er á staðnum. 28. september 2019 17:45 The Grind | Gunnar á rassinum og dansar salsa í Köben Í nýjasta þættinum af The Grind með Gunnari Nelson er komið víða við. Gunnar er bæði nakinn í þættinum og dansar salsa. 28. september 2019 10:30 Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Brasilíumaðurinn Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson á bardagakvöldi UFC í Kaupmannahöfn. Eftir þrjár lotur gáfu allir þrír dómarar bardagans Burns 29 stig og Gunna 28. 28. september 2019 20:15 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Gunnar Nelson var að vonum niðurlútur er Vísir hitti á hann skömmu eftir tapið gegn Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. „Mér fannst þetta vera helvíti jafnt og hornið mitt var á því að ég hefði unnið. Ég held að þessi fella hans í síðustu lotunni hafi unnið bardagann fyrir hann,“ sagði okkar maður súr eftir þetta svekkjandi tap í afar jöfnum bardaga. „Ég hefði átt að gera meira og verð að fara yfir þetta. Það er auðvitað alltaf hægt að segja þetta en hann gerði sitt mjög vel. Það hefði verið geðveikt að ná fellu í endann en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Grautfúlt og ég hefði viljað gera meira úr þeim færum sem ég fékk.“ Gunnar var að glíma við fyrrum heimsmeistara í brasilísku jiu jitsu og bardaginn var lengi vel eins og skák á milli þeirra. „Hann var mjög sterkur. Þykkur og líka helvíti sleipur eins og sumir eru. Erfitt að ná taki á honum og svo er hann ógeðslega góður í jörðinni,“ sagði Gunnar og bætti við að Burns hefði aldrei verið nálægt því að ná uppgjafartaki er hann náði utan um okkar mann. Gunnar fékk mjög þungt hnéspark í andlitið í bardaganum en það hafði engin áhrif á hann. „Ég fann alveg fyrir því en ekkert hroðalegt. Ég fann meira fyrir vinstri krók sem hann kom með. Sá lenti betur. Það var ekkert sem vankaði mig í bardaganum,“ sagði Gunnar en hvar gat hann gert betur? „Margt. Ég hefði þurfti að vera agressívari standandi. Enn og aftur fannst mér ég vera að bíða eftir opnunum. Hefði mátt nota stunguna meira sem var að lenda vel. Ég hef verið að vinna meira í þessum málum með Jorge Blanco. Mér finnst mikið vera að smella saman og finnst ég þurfa meiri tíma með honum.“ Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem Gunnar lendir í því að tapa tveimur bardögum í röð. Það leyndi sér ekki að Gunnari finnst það mjög sárt. „Þetta er ekkert sérstakt. Það óskar enginn eftir því að vera í þessari stöðu. Ég hef fengið góða andstæðinga og þetta hafa verið naumir bardagar en sama. Ég er að tapa og það sökkar. Það er engin uppgjöf og bara áfram gakk en það þarf eitthvað að stokka til.“Klippa: Gunnar hundsvekktur eftir tapið í Köben
MMA Tengdar fréttir Burns: Vissi að ég hefði unnið er ég náði fellunni Það var eðlilega létt í Brasilíumanninm Gilbert Burns eftir sigurinn á Gunnari Nelson í kvöld. Sá sigur gefur honum mikið fyrir framhaldið. 28. september 2019 22:28 Í beinni: Gunnar Nelson - Gilbert Burns | Mikið undir í Köben Gunnar Nelson mætir Brasilíumanninum Gilbert Burns á bardagakvöldi í Kaupmannahöfn í kvöld. Vísir er á staðnum. 28. september 2019 17:45 The Grind | Gunnar á rassinum og dansar salsa í Köben Í nýjasta þættinum af The Grind með Gunnari Nelson er komið víða við. Gunnar er bæði nakinn í þættinum og dansar salsa. 28. september 2019 10:30 Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Brasilíumaðurinn Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson á bardagakvöldi UFC í Kaupmannahöfn. Eftir þrjár lotur gáfu allir þrír dómarar bardagans Burns 29 stig og Gunna 28. 28. september 2019 20:15 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Burns: Vissi að ég hefði unnið er ég náði fellunni Það var eðlilega létt í Brasilíumanninm Gilbert Burns eftir sigurinn á Gunnari Nelson í kvöld. Sá sigur gefur honum mikið fyrir framhaldið. 28. september 2019 22:28
Í beinni: Gunnar Nelson - Gilbert Burns | Mikið undir í Köben Gunnar Nelson mætir Brasilíumanninum Gilbert Burns á bardagakvöldi í Kaupmannahöfn í kvöld. Vísir er á staðnum. 28. september 2019 17:45
The Grind | Gunnar á rassinum og dansar salsa í Köben Í nýjasta þættinum af The Grind með Gunnari Nelson er komið víða við. Gunnar er bæði nakinn í þættinum og dansar salsa. 28. september 2019 10:30
Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Brasilíumaðurinn Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson á bardagakvöldi UFC í Kaupmannahöfn. Eftir þrjár lotur gáfu allir þrír dómarar bardagans Burns 29 stig og Gunna 28. 28. september 2019 20:15