Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 18:30 Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54