Játuðu á sig morðin áður en þeir sviptu sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:51 Mennirnir tveir sem lýst var eftir í sumar vegna þriggja morða. Kanadíska riddaralögreglan Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu. Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu.
Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45
Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08
Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29
Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35