Risavaxin reikistjarna veldur heilabrotum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:30 Teikning listamanns af hvernig gasrisinn GJ3512b gæti litið út á braut um móðurstjörnu sína. Háskólinn í Bern/CARMENES/RenderArea/J. Bollaín/C. Gallego Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira